Home Fréttir Í fréttum Dýr­asta íbúðin kost­ar 165 millj­ón­ir króna

Dýr­asta íbúðin kost­ar 165 millj­ón­ir króna

125
0
Hverf­is­gata 92Efsta íbúðin í græna hús­inu – húsi B – kost­ar 165 millj­ón­ir Teikn­ing­ar/​ONNO/​Batte­ríið

Fé­lagið Rauðsvík hef­ur hafið sölu 24 íbúða á Hverf­is­götu 92. Þær eru frá 68,6 til 146,4 fer­metr­ar og kosta 55,9 til 165 millj­ón­ir króna. Þá er til sölu versl­un­ar­rými á jarðhæð.

<>

Rauðsvík hóf sölu 70 íbúða á Hverf­is­götu 85-93 sum­arið 2019 og svo í kjöl­farið á sam­tals sex íbúðum á Hverf­is­götu 84 og 86.

Sal­an fór ró­lega af stað en fram­boð var þá mikið á nýj­um íbúðum í miðborg­inni. Sal­an tók svo við sér í kjöl­far vaxta­lækk­ana Seðlabank­ans í fyrra­vor, líkt og á fleiri miðborg­ar­reit­um.

Atli Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Rauðsvík­ur, seg­ir búið að selja 68 af 70 íbúðum á Hverf­is­götu 85-93. Hin tvö hús­in séu uppseld.

Spurður í Morg­un­blaðinu í dag um tíma­setn­ing­una á söl­unni á Hverf­is­götu 92 seg­ir Atli fram­kvæmd­um að ljúka. Því sé komið að því að hefja söl­una.

Heimild: Mbl.is