Landsnet óskar eftir tilboðum í gerð vegslóðar, jarðvinnu og undirstöður undir 220 kV háspennulínu í samræmi við útboðsgögn SN2-01.
Verkið felur í sér gerð nýrrar vegslóðar með línunni að hluta til, gerð hliðarslóða og vinnuplana við möstur, jarðvinnu vegna undirstaða og stagfesta og efnisútvegun og framleiðslu undirstaða og stagfesta. Línan liggur á milli Hraunhellu í Hafnarfirði og aðveitustöðvar við Rauðamel. Möstur í línunni eru 100 talsins og er línuleiðin rúmir 32 km.
Helstu verkliðir eru:
- Gera nýja vegslóð á hluta leiðarinnar og hliðarslóðir slóðir að öllum mastursstæðum í línunni
- Lagfæra og viðhalda eldri slóðum á hluta línuleiðarinnar
- Framleiða og koma fyrir stagfestum, ýmist forsteyptum staghellum eða bergboltum
- Framleiða og koma fyrir forsteyptum eða staðsteyptum undirstöðum undir möstur
- Leggja til efni í jarðskaut og koma þeim fyrir
- Nauðsynleg jarðvinna til að ljúka ofantöldum verkliðum
Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2016
Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, frá og með mánudeginum 21. september 2015.
Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. október 2015, þar sem þau verða opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.