Home Fréttir Í fréttum Segir heiðarlega fasteignasala gæta hagsmuna beggja

Segir heiðarlega fasteignasala gæta hagsmuna beggja

106
0
Mynd: Sunna Valgerðardóttir / RÚV
Mikill gangur hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið, talað um seljendamarkað og að kaupendur hafi ekki tóm til að skoða eignir nægilega vel.
Formaður Neytendasamtakanna hefur bent á að hér sé ekki gætt nægilega vel að hagsmunum kaupenda.
Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að vissulega hafi verið mikil spenna og áhugi á markaðnum frá því um mitt ár í fyrra.

Vextir hafi lækkað og ýtt undir kaup en framboðið sé lítið. Ingibjörg, sem rætt var við í Morgunútvarpinu á Rás 2,  telur að þétta mætti byggðina vestan Elliðáa til dæmis með því að að reisa minni fjölbýlishús á vannýttum lóðum.

<>

Nýju hverfin sem hafi byggst upp undanfarin ár, með háum turnum og dýrum íbúðum, henti ekki öllum.

Ingibjörg telur ekki endilega þörf á að kaupendur hafi sér fasteignasala, þó að það sé fólki í sjálfsvald sett. Því fylgi aukinn kostnaður og heiðarlegur fasteignasali gæti réttar bæði kaupanda og seljanda.

Seljenda beri líka að veita allar upplýsingar um eign og líkt og kaupanda beri að skoða. Þannig vegist skoðunar- og upplýsingaskylda á.

Heimild: Ruv.is