Framkvæmdir eru hafnar við Vatnsholtið að sögn Ólafs Arnar Ingólfssonar, stjórnarformanns Leigufélags aldraðra.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var lítil grafa mætt á Sjómannaskólareitinn við Vatnsholtið í gær en þar er fyrirhuguð bygging tveggja þriggja hæða fjölbýlishúsa á vegum Leigufélags aldraðra.
Í húsunum tveimur er áætlað að verði 51 íbúð.
Fjölbýlishúsin eru hluti af uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum en fyrsta skóflustungan á reitnum var tekin þann 17. mars síðastliðinn og eru verklok áætluð á þriðja ársfjórðungi 2022.
Skiptar skoðanir hafa verið á framkvæmdunum en íbúar við Sjómannaskólareitinn hafa lengi barist gegn því að borgaryfirvöld byggðu á þessu græna svæði.
Heimild: Mbl.is