Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­ir hafn­ar á Sjó­manna­skólareit­

Fram­kvæmd­ir hafn­ar á Sjó­manna­skólareit­

213
0
Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við Vatns­holtið að sögn Ólafs Arn­ar Ing­ólfs­son­ar, stjórn­ar­for­manns Leigu­fé­lags aldraðra.

<>

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd var lít­il grafa mætt á Sjó­manna­skólareit­inn við Vatns­holtið í gær en þar er fyr­ir­huguð bygg­ing tveggja þriggja hæða fjöl­býl­is­húsa á veg­um Leigu­fé­lags aldraðra.

Í hús­un­um tveim­ur er áætlað að verði 51 íbúð.

Fjöl­býl­is­hús­in eru hluti af upp­bygg­ingu á Sjó­manna­skólareitn­um en fyrsta skóflu­stung­an á reitn­um var tek­in þann 17. mars síðastliðinn og eru verklok áætluð á þriðja árs­fjórðungi 2022.

Skipt­ar skoðanir hafa verið á fram­kvæmd­un­um en íbú­ar við Sjó­manna­skólareit­inn hafa lengi bar­ist gegn því að borg­ar­yf­ir­völd byggðu á þessu græna svæði.

Heimild: Mbl.is