Vari fasteignafélag, dótturfélag öryggisþjónustufyrirtækisins Securitas, hefur fest kaup á byggingum við Tunguháls 9-11. Seljandi er ÍSAM hf.
Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, stjórnarformaður Securitas, segir að nokkrar ástæður liggi að baki þessari ákvörðun.
„Það er mikilvægt fyrir öryggisfyrirtæki að eiga öruggt heimili. Við viljum byggja framtíðina á öruggum og sterkum grunni og horfum jákvæð fram á veginn.
Við teljum kaupin efla starfsemi okkar og að með þeim gefist tækifæri á að þróast með þeim tækifærum sem við sjáum á markaðnum og þeirri tækni sem koma skal.
Við teljum að húsnæðið og staðsetning þess geri okkur betur kleift að þjónusta viðskiptavini okkar eins vel og á verður kosið.“
Hún segir að heildarfjárfestingin nemi um 1,4 milljörðum króna en ráðast verður í allnokkrar breytingar á byggingunum til að laga að starfsemi fyrirtækisins.
Heimild: Mbl.is