Home Fréttir Í fréttum Ráðast í risa-fjár­fest­ingu

Ráðast í risa-fjár­fest­ingu

469
0
Ómar Svavars­son, for­stjóri Secu­ritas, og Guðlaug Krist­björg Krist­ins­dótt­ir, stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins og fram­kvæmda­stjóri Vara fast­eigna­fé­lags. Mynd: Árni Sæ­berg

Vari fast­eigna­fé­lag, dótt­ur­fé­lag ör­ygg­isþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Secu­ritas, hef­ur fest kaup á bygg­ing­um við Tungu­háls 9-11. Selj­andi er ÍSAM hf.

<>

Guðlaug Krist­björg Krist­ins­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Secu­ritas, seg­ir að nokkr­ar ástæður liggi að baki þess­ari ákvörðun.

„Það er mik­il­vægt fyr­ir ör­ygg­is­fyr­ir­tæki að eiga ör­uggt heim­ili. Við vilj­um byggja framtíðina á ör­ugg­um og sterk­um grunni og horf­um já­kvæð fram á veg­inn.

Við telj­um kaup­in efla starf­semi okk­ar og að með þeim gef­ist tæki­færi á að þró­ast með þeim tæki­fær­um sem við sjá­um á markaðnum og þeirri tækni sem koma skal.

Við telj­um að hús­næðið og staðsetn­ing þess geri okk­ur bet­ur kleift að þjón­usta viðskipta­vini okk­ar eins vel og á verður kosið.“

Hún seg­ir að heild­ar­fjárfest­ing­in nemi um 1,4 millj­örðum króna en ráðast verður í all­nokkr­ar breyt­ing­ar á bygg­ing­un­um til að laga að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Heimild: Mbl.is