Home Fréttir Í fréttum Ný „ver­búð“ rísi við Gömlu höfn­ina

Ný „ver­búð“ rísi við Gömlu höfn­ina

282
0
Nýja ver­búðin. Hér má sjá hvernig arki­tekt­arn­ir sjá fyr­ir sér út­lit húss­ins, séð frá Geirs­götu. Hafn­ar­búðir til hægri Ljós­mynd/​ASK arki­tekt­ar

ASK Arki­tekt­ar ehf. Geirs­götu 9 hafa lagt inn um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um að fá að reisa ný­bygg­ingu á lóðinni sem verði í anda gömlu grænu ver­búðanna við Geirs­götu/​Suður­bugt.

<>

Verk­efn­is­stjóri skipu­lags­full­trúa fékk um­sókn­ina til meðferðar. Faxa­flóa­hafn­ir eiga um­rædd­ar ver­búðir og tóku já­kvætt í fyr­ir­spurn­ina á fundi í fe­brú­ar s.l.

Ef er­indið verður samþykkt kall­ar það á skipu­lags­breyt­ing­ar á svæðinu, þ.e. deili­skipu­lagi Slippa- og Ell­ing­sen­reita, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyr­ir er á lóðinni Geirs­gata 9, stein­steypt hús, Hafn­ar­búðir, sem tekið var í notk­un 1962. Upp­haf­lega var þar aðstaða fyr­ir hafn­ar­verka­menn en nú eru þar hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæki, veit­inga­hús og arki­tekta­stofa.

Húsið er skráð 1.319 fer­metr­ar en ný­bygg­ing á lóðinni, með kjall­ara, verður um 1.100 fer­metr­ar. Þar af verður 590 fer­metra veit­inga-, versl­un­ar- og skrif­stofu­hús, þ.e. ver­búðin nýja.

Heimild: Mbl.is