Home Fréttir Í fréttum Risa­stór land­fyll­ing við Elliðaár

Risa­stór land­fyll­ing við Elliðaár

232
0
Byrjað var að reisa fyrstu hús­in í hverf­inu í fyrra. Bú­seti og Bjarg íbúðafé­lag byggja hús­in. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Árna­son

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur samþykkti á fundi sín­um fyr­ir viku að veita Reykja­vík­ur­borg fram­kvæmda­leyfi vegna 1. áfanga land­fyll­ing­ar í Elliðaár­vogi.

<>

Þarna hyggst borg­in ráðast í gerð stórr­ar land­fyll­ing­ar í þrem­ur áföng­um vegna fyr­ir­hugaðrar stækk­un­ar á Bryggju­hverfi vest­ur.

Vegna ná­lægðar við Elliðaárn­ar hafa farið fram rann­sókn­ir á ferðum laxa og urriða á ósa­svæðum Elliðaáa og Leir­vogs­ár og enn frek­ari rann­sókn­ir þarf að fram­kvæma.

Fram kem­ur í gögn­un máls­ins að heild­ar­stærð land­fyll­ing­ar­inn­ar verður um 13 hekt­ar­ar og efn­isþörf er gróf­lega áætluð 1-1,2 millj­ón­ir rúm­metra.

Fyll­ing­arn­ar verða varðar með sjóvarn­ar­görðum og er áætlað að 21 þúsund rúm­metr­ar af grjóti fari í garðana. Gert er ráð fyr­ir að gerð land­fyll­ing­anna geti tekið a.m.k. 3-4 ár eft­ir að fram­kvæmda­leyfi hef­ur verið gefið út.

Not­ast við efni frá Björg­un

Við gerð 1. áfanga land­fyll­ing­ar­inn­ar verður að mestu not­ast við efni sem safn­ast hef­ur fyr­ir á at­hafna­svæði Björg­un­ar, en fyr­ir­tækið hætti starf­semi á svæðinu árið 2019. Ekki er full­mótað hvaðan efni verður fengið í gerð 2. og 3. áfanga.

Þeir mögu­leik­ar sem eru fyr­ir hendi er að nýta efni úr jarðvinnu­fram­kvæmd­um, sjó­dælt efni, efni frá dýpk­un­ar­fram­kvæmd­um og efni úr nám­um á landi.

Um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur und­ir­búið fram­kvæmd­ir við áfram­hald fyrsta ver­káfanga land­fyll­ing­ar í Elliðaár­vogi sam­kvæmt þeirri landþróun sem skil­greind er i Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2010 – 2030.

Fram­kvæmd­in fel­ur í sér viðbót við land­fyll­ingu í sam­ræmi við samþykkt deili­skipu­lag af Bryggju­hverfi vest­ur, svæði 4. Land­fyll­ing þessi er viðbót við land­fyll­ingu í áfanga 1 og er nauðsyn­leg svo koma megi fyr­ir frá­veitu­lögn­um og gera lóðir á samþykktu deili­skipu­lagi bygg­ing­ar­hæf­ar.

Gerður verður grjótvarn­argarður meðfram vest­ur­kanti land­fyll­ing­ar. Einnig er ætl­un­in að byggja upp farg­hauga til að flýta fyr­ir sigi svo hægt sé að gera lóðir bygg­ing­ar­hæf­ar.

Fram­kvæmd­in í heild (land­fyll­ing­in) fell­ur und­ir lög um um­hverf­isáhrif og er til­kynn­ing­ar- og mat­skyld. Fyr­ir ligg­ur skýrsla um mat á um­hverf­isáhrif­um land­fyll­inga í Elliðaár­vogi, dags des­em­ber 2016.

Þar er land­fyll­ing­um skipt í 3 áfanga. Álit Skipu­lags­stofn­un­ar um mat á um­hverf­isáhrif­um, dags. 17. mars 2017, ligg­ur fyr­ir. Þar seg­ir m.a. að fram­kvæmd­um við 1. áfanga sé nægi­lega lýst, en frek­ari rann­sókn­ar sé þörf fyr­ir 2. og 3. áfanga. Fram­kvæmd­in sé háð fram­kvæmda­leyfi frá Reykja­vík­ur­borg og háð leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar. Haft skuli sam­ráð við Haf­rann­sókna­stofn­un um út­færslu varn­argarða og af­marka fram­kvæmda­tíma við göng­ur lax­fiska.

Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar dags. 17. mars 2017 seg­ir m.a. „Jafn­framt ligg­ur fyr­ir til­laga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um til­tekn­ar rann­sókn­ir, mót­vægisaðgerðir og vökt­un hvað varðar áhrif fram­kvæmd­ar­inn­ar á lax­fiska.

Skipu­lags­stofn­un tel­ur þess­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­áform­um já­kvæðar og til þess falln­ar að end­an­leg­ar ákv­arðanir um stærð og út­færslu land­fyll­ing­ar­inn­ar geti byggt á traust­um upp­lýs­ing­um og að draga megi eins og kost­ur er úr nei­kvæðum um­hverf­isáhrif­um land­fyll­ing­ar­inn­ar. Ljóst er að enn er ósvarað veiga­mikl­um spurn­ing­um um áhrif 2. og 3. áfanga land­fyll­ing­ar­inn­ar á lax­fiska.“

Haf­rann­sókna­stofn­un­in hef­ur skilað skýrslu um rann­sókn­ir á göng­um lax og sjó­birt­ings, sem gerðar voru árin 2017/​18. Sam­kvæmt henni er talið ólík­legt að land­fyll­ing ein og sér hafi nei­kvæð áhrif á af­komu full­orðinna laxa en hugs­an­legt sé að slík breyt­ing á strandsvæðinu geti haft í för með sér breyt­ing­ar á göngu­mynstri laxa á leið til hrygn­ing­ar sem um leið gæti mögu­lega hnikað til göngu­tíma upp í ferskvatn. Þetta þurfi að rann­saka bet­ur ásamt áhrif­um land­fyll­ing­ar á göngu­seiði.

Fyrstu hús­in eru að rísa

Fyrstu hús­in byrjuðu að rísa í nýju íbúðahverfi Reykja­vík­ur, Bryggju­hverfi vest­ur, árið 2020. Þarna er gert ráð fyr­ir allt að 850 íbúðum, að hluta til á land­fyll­ing­um og að hluta til á fyrr­um at­hafna­svæði Björg­un­ar ehf. í Sæv­ar­höfða.

Það eru Bú­seti hús­næðis­sam­vinnu­fé­lag og Bjarg íbúðafé­lag sem byggja á sam­eig­in­leg­um bygg­ing­ar­reit 124 íbúðir í sex hús­um í aust­ur­hluta nýja hverf­is­ins. Arkþing annaðist arki­tekta­hönn­un og Ístak er bygg­ing­ar­verktaki. Fleiri íbúðar­hús munu rísa þarna næstu miss­er­in.

Bryggju­hverfi aust­ur, við Elliðaár­vog/​Grafar­vog, er full­byggt. Upp­bygg­ing­in hófst fyr­ir rúm­lega 20 árum, eða árið 1998. Þarna eru nú 600 íbúðir og skráðir íbú­ar um 1.100 tals­ins. Í hverfið hef­ur vantað ýmsa þjón­ustu, svo sem versl­an­ir og skóla, en úr því verður bætt í Bryggju­hverfi vest­ur.