Home Fréttir Í fréttum Öll steypu­­fram­­leiðslan verði kol­efnis­hlut­laus frá og með 2030

Öll steypu­­fram­­leiðslan verði kol­efnis­hlut­laus frá og með 2030

127
0
Þorsteinn Víglundsson segir byggingariðnaðinn standa frammi fyrir mörgum áskorunum. Fréttablaðið/Valli

BM Vall­á hefur sett sér það mark­mið að öll steypu­fram­leiðsla fyrir­tækisins og starf­semi verði kol­efnis­hlut­laus árið 2030.

<>

„Það er á­skorun án hlið­stæðu í heiminum – en nýir tímar kalla á nýjar kröfur. Á næstu misserum munum við ráðast í mark­vissar að­gerðir í þágu grænni fram­tíðar þar til mark­miðinu er náð. Við ætlum okkur að leita allra leiða til að gera steypuna okkar eins um­hverfis­væna og kostur er,“ segir Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri BM Vall­á, í til­kynningu.

Þar kemur fram að 85 prósent af heildar­losun CO2 í starf­semi BM Vall­á er frá sements­hlutanum. Um 15 prósent eru til­komin vegna ýmissa annarra þátta eins og efnis­fram­leiðslu, flutninga á steypu og fleiri þátta.

Með mark­vissum breytingum á verk­ferlum og ýmsum mót­vægis­að­gerðum ætlar BM Vall­á að verða kol­efnis­hlut­laus árið 2030 að sögn Þor­steins.

„Nú þegar höfum við kort­lagt að­gerðir sem nema um 60 prósent af tak­markinu og vinnum mark­visst að því að finna lausnir á því sem upp á vantar.

Unnið er á fimm mis­munandi sviðum til að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda og nú þegar eru í notkun nýjar tegundir sements sem valda mun minni losun og eru auk þess hag­kvæmari kostir.

Til að fylla upp í mark­miðið munum við gera ýmsar aðrar ráð­stafanir hvað varðar endur­nýtingu og hlut­verk stein­steypu í hring­rásar­hag­kerfinu, draga úr notkun sements eftir föngum, þar sem það á við, og að styðja við verk­efni á sviði kol­efnis­bindingar, eins og skóg­rækt, endur­heimt vot­lendis og fleira,” segir Þor­steinn í til­kynningunni.

Hann bætir við að í öllu ferlinu muni BM Vall­á halda opið, grænt bók­hald og gefa reglu­lega út hversu miklum árangri fyrir­tækið hafi náð hverju sinni á þessari veg­ferð. „Árið 2020 var kol­efnis­sporið okkar um það bil 300 kíló á hvern rúm­metra af steypu.“

Þorsteinn segir að það hafi aldrei verið mikil­vægara en nú að reikna kol­efnis­spor mann­virkja allt frá fyrstu teikningum.

Nýjar á­skoranir fyrir bygginga­geirann

Þor­steinn segir að bygginga­geirinn eins og hann leggur sig standi frammi fyrir risa­vöxnum á­skorunum til að mæta þeim nýju kröfum sem fylgja minnkun kol­efnis­fót­spors.

„Þar bera allir á­byrgð, jafnt hönnuðir mann­virkja, arki­tektar og verk­fræðingar, sem og verk­takar og aðrir fram­kvæmda­aðilar.“

Hann segir að það hafi aldrei verið mikil­vægara en nú að reikna kol­efnis­spor mann­virkja allt frá fyrstu teikningum.

„Mikil­vægt er að huga að kol­efnis­spori byggingar strax á fyrstu stigum. Við hönnun sé þess gætt að nota réttar steypu­tegundir miðað við á­lags­for­sendur, líf­tíma byggingar og kol­efnis­spor hennar frá vöggu til grafar.

Þar er stein­steypan góður kostur enda fá byggingar­efni sem tryggja jafn vel langan endingar­tíma og traust mann­virki,“ segir hann og bætir við að með nýjum og um­hverfis­vænni kostum opnist fjöl­mörg tæki­færi til að feta nýjar slóðir í átt að grænni fram­tíð.

Heimild: Frettabladid.is