Home Fréttir Í fréttum 75 ný ein­býli í landi Húsa­fells

75 ný ein­býli í landi Húsa­fells

361
0
Úr byggðinni er mikið út­sýni en um leið tryggt að hún falli sjálf inn ílands­lagið. Hús­in eru í þrenns kon­ar út­færsl­um, m.a. á tveim­ur hæðum. Tölvu­teikn­ing/​Onno

Húsa­fells­bænd­ur hafa látið skipu­leggja nýja byggð ofan við nú­ver­andi sum­ar­húsa­byggð sem rúma mun allt að 75 heils­árs­hús.

<>

Fram­kvæmd­ir eru nú þegar hafn­ar við fyrstu sex hús­in á svæðinu og í fyrsta áfanga er stefnt að upp­bygg­ingu á 40 lóðum.

Unn­ar Bergþórs­son, sem vinn­ur að verk­efn­inu ásamt föður sín­um, Bergþóri Krist­leifs­syni, seg­ir að í nú­ver­andi ástandi sé mik­il spurn eft­ir af­drepi utan höfuðborg­ar­svæðis­ins þar sem fólk geti verið meira út af fyr­ir sig.

Ein húsa­teg­und­in sem boðið er upp á í Húsa­fellsland­inu er tveggja hæða og í því húsi er bæði heit­ur pott­ur og gufubað. Tölvu­teikn­ing/​Onno

„Við fund­um fyr­ir mik­illi eft­ir­spurn í þess­um aðstæðum og þótt hverfið hafi verið í 15 ár í und­ir­bún­ingi þá telj­um við þetta rétt­an tíma­punkt til að koma með þetta á markað.

Viðtök­urn­ar láta held­ur ekki á sér standa og sex lóðir eru seld­ar og fleiri frá­tekn­ar. Þá er smíði haf­in á tveim­ur hús­um til viðbót­ar.“

Kaup­end­ur geta valið milli þriggja teg­unda vist­vænna húsa sem eru frá 88 fer­metr­um og upp í 140 fer­metra, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is