Home Fréttir Í fréttum Vog­ar hafna að veita leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2

Vog­ar hafna að veita leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2

71
0
Vog­ar á Vatns­leysu­strönd. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Bæj­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins Voga hafnaði í gær að veita fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2.

<>

Frá þessu grein­ir Landsnet í til­kynn­ingu og bend­ir á að áður hafa Reykja­nes­bær, Hafn­ar­fjörður og Grinda­vík samþykkt um­sókn Landsnets um fram­kvæmda­leyfi með at­kvæðum allra bæj­ar­full­trúa sveit­ar­fé­lag­ana þriggja.

Tal­ar um von­brigði fyr­ir hin sveit­ar­fé­lög­in

Í til­kynn­ing­unni er af­greiðsla sveit­ar­fé­lags­ins sögð von­brigði, meðal ann­ars í ljósi umræðu um nátt­úru­vá og af­hend­ingarör­yggi raf­orku á svæðinu.

Haft er eft­ir Guðmundi Inga Ásmunds­syni for­stjóra Landsnets að staðan sem fé­lagið standi frammi fyr­ir sé mjög erfið. Landsnet hafi í mörg ár talað fyr­ir mik­il­vægi þess að bæta af­hend­ingarör­yggi raf­orku á Suður­nesj­um.

„Þessi niðurstaða Sveit­ar­fé­lags­ins Voga er von­brigði, ekki bara fyr­ir okk­ur held­ur einnig fyr­ir hin sveit­ar­fé­lög­in á línu­leiðinni sem nú þegar hafa veitt leyfi.

Ef ákvörðunin stend­ur óbreytt er í upp­námi ein mik­il­væg­asta fram­kvæmd­in í flutn­ings­kerfi raf­orku á svæði sem stjórn­völd hafa sett í for­gang,“ seg­ir Guðmund­ur.

Af­greiðslan eigi sér ekki for­dæmi

„Af­greiðsla fram­kvæmda­leyf­is með höfn­un eins og í þessu til­viki á sér ekki for­dæmi og ekki ljóst hver séu næstu skref en vinna við að meta það er nú þegar haf­in. Verk­efnið er stopp á meðan og Suður­nes­in búa áfram við óbreytt ástand.

Í ljósi þess að jarðhrær­ing­ar og eld­gos gætu staðið yfir í lengri tíma er það ekki ásætt­an­legt fyr­ir íbúa og fyr­ir­tæki á svæðinu sem er miður.“

Seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni að Suður­nesjalína 2 hafi lengi verið í und­ir­bún­ingi og verið stefnt að því að hefja fram­kvæmd­ir árið 2020.

„Um­sókn­in um fram­kvæmda­leyfið byggði á samþykktri kerf­isáætl­un og ít­ar­leg­um und­ir­bún­ingi þar sem lagt var mat á um­hverf­isáhrif ólíkra val­kosta og hags­munaaðilum tryggð aðkoma í gegn­um vandað sam­ráðsferli,“ seg­ir þar.

Jarðstrengs­kost­ur feli í sér viðbót­ar­kostnað

„Loftlínu­val­kost­ur­inn sem sótt var um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir trygg­ir best af­hend­ingarör­yggi raf­orku, af þeim kost­um sem voru skoðaðir.  R

ann­sókn­ir við und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins sýndu jafn­framt að svæðið er út­sett fyr­ir jarðskjálft­um og eld­gos­um, sem ger­ir það að verk­um að jarðstrengs­kost­ur er ekki góður á þessu landsvæði.

Sá jarðstrengs­val­kost­ur  sem Sveit­ar­fé­lagið Vog­ar legg­ur til fel­ur í sér um­tals­verðan viðbót­ar­kostnað og minna ör­yggi.

Þessi val­kost­ur fell­ur held­ur ekki að stefnu stjórn­valda um lagn­ingu raflína í flutn­ings­kerf­inu og er ekki sam­ræmi við raf­orku­lög. Þar af leiðandi get­ur Landsnet ekki lagt hann til.“

Heimild: Mbl.is