Home Fréttir Í fréttum Íbúðir koma í staðinn fyr­ir hót­el

Íbúðir koma í staðinn fyr­ir hót­el

280
0
Svona mun húsið líta út eft­ir stækk­un og breyt­ing­ar. Sval­irn­ar munu setja svip á húsið. Teikn­ing/​Arkís

Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur tekið já­kvætt í ósk eig­anda húss­ins Skip­holt 1 um að inn­rétta þar 36 íbúðir. Fyr­ir ligg­ur leyfi til að inn­rétta hót­el í hús­inu en nú hef­ur verið fallið frá þeim áform­um.

<>

Mynd­lista- og handíðaskól­inn var áður til húsa í Skip­holti 1 og seinna Lista­há­skóli Íslands. Kvik­mynda­skóli Íslands var þar um tíma. Skip­holt 1 sam­an­stend­ur af tveim­ur hús­um, sam­tals 2.938,2 fer­metr­ar. Eldri hlut­inn er frá ár­inu 1960, alls 1.867,2 fer­metr­ar og nýrri hlut­inn frá 1975, alls 1.070,8 fer­metr­ar.

Fram kem­ur í fyr­ir­spurn Aðal­steins Snorra­son­ar arki­tekts til skipu­lags­nefnd­ar, fyr­ir hönd eig­anda, að árið 2017 samþykkti Reykja­vík­ur­borg leyfi til að stækka húsið og inn­rétta það fyr­ir hót­el­starf­semi. Gert var ráð fyr­ir 84 her­bergj­um fyr­ir 170 gesti.

Nú hafi aðstæður breyst og ekki þyki skyn­sam­legt annað en breyta hús­inu í íbúðir. Meðfylgj­andi til­lög­ur sam­kvæmt frumdrög­um Arkís arki­tekta auki ekki það bygg­inga­magn sem samþykkt var í tengsl­um við hót­elá­formin og húsið verði eft­ir stækk­un 3.538,9 fer­metr­ar.

Eft­ir stækk­un yrði horn­húsið fimm hæðir en aðrir hlut­ar fjór­ar hæðir. Sval­ir verða sett­ar á húsið og gefa því svip, að því er fram  kem­ur í um­fjöll­un um bygg­ingaráform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Svona lít­ur húsið Skip­holt 1 út í dag. Eng­in starf­semi hef­ur verið í hús­inu að und­an­förnu. mbl.is/​sisi

Heimild: Mbl.is