Home Fréttir Í fréttum Köfunar­þjónustan keypti KrÓla

Köfunar­þjónustan keypti KrÓla

183
0
Gengið var frá kaupunum í mars. Mynd/Köfunarþjónustan

Köfunar­þjónustan gekk í byrjun mars frá kaupum á fyrir­tækinu KrÓla ehf. á­samt öllum lager fyrir­tækisins.

<>

Frá þessu er greint í til­kynningu frá Köfunar­þjónustunni. Þar segir að mark­mið kaupanna sé að auka þjónustu­fram­boð Köfunar­þjónustunnar fyrir hafnir landsins.

„Við höfum lengi haft auga­stað á KrÓla, vörurnar sem þeir bjóða eru þær bestu á markaðnum. Við­skipta­vinir KrÓla eiga ekki að finna fyrir neinum ó­þægindum af þessum breytingum.

Við tökum við öllum skuld­bindingum fyrir­tækisins gagn­vart við­skipta­vinum þeirra og höldum á­fram að veita þá fram­úr­skarandi þjónustu sem fé­lagið er þekkt fyrir.“ Segir Helgi Hin­riks­son fram­kvæmda­stjóri Köfunar­þjónustunnar, í til­kynningu.

Í til­kynningunni kemur fram að KrÓli ehf, eða eig­andi þess Kristján Óli Hjalta­son, hefur í fjóra ára­tugi sér­hæft sig í þjónustu við hafnir landsins með flot­bryggjum.

Auk flot­bryggja, öryggis­búnaðar og öldu­brjóta selur fé­lagið ýmsan búnað tengdan höfnum svo sem fingur til við­legu við flot­bryggjur, tengla­stólpa fyrir lýsingu og land­tenginu báta, fender­lista til að verja báta, land­ganga á­samt öllum búnaði sem þarf til upp­setninga of þjónustu á flot­bryggjum.

Með kaupunum stefnir Köfunar­þjónustan á að víkka út þjónustu við hafnir landsins sem m.a. er að finna í vöru­merkjum KrÓla ehf.

Heimild: Frettabladid.is