Vegagerðin óskar eftir tilboðum í styrkingu á 2,5 km Biskupstungnabrautar sunnan Reykjavegar, ásamt útlögn klæðingar og frágangi.
Helstu magntölur eru:
Fláafleygar 7.655 m3
Þurrfræsun 17.880 m2
Neðri burðarlög 6.870 m3
Ræsi 30 m
Efra burðarlag 3.325 m3
Tvöföld klæðing 20.605 m2
Frágangur fláa 20.655 m2
Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2016.
Útboðsgögnin verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með þriðjudeginum 15. september 2015. Verð útboðsgagna er 5.000 krónur.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. september 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.