Home Fréttir Í fréttum Dals­nes læt­ur meta burðarþol

Dals­nes læt­ur meta burðarþol

389
0
Starf­semi Innn­ess verður sam­einuð en hún var á fjór­um stöðum. Mynd: Morg­un­blaðið/​SISI

Dals­nes hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn um burðarþol lóðar und­ir há­tækni­vöru­hús fé­lags­ins í Korn­görðum 3 við Sunda­höfn. Vöru­húsið er í bygg­ingu.

<>

Magnús Þór Ásmunds­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, seg­ir Dals­nes mats­beiðanda í mál­inu.

Varða ástand og burðarþol

„Dals­nes hef­ur lagt fram mats­beiðni vegna lóðar­inn­ar í Korn­görðum 3 við Sunda­höfn en Faxa­flóa­hafn­ir eru eig­andi lóðar­inn­ar og þal. matsþoli. Það þýðir að Dals­nes set­ur fram mats­spurn­ing­ar en þær varða ástand og burðarþol lóðar­inn­ar.

Dals­nes hef­ur ekki sett fram nein­ar kröf­ur,“ seg­ir Magnús Þór. Því hafi ekki komið fram hverj­ar ósk­ir Dals­ness séu í mál­inu. Þá sé ekk­ert dóms­mál í gangi.

Lóðin hafi upp­fyllt eig­in­leika

Magnús Þór seg­ir ekki óal­gengt að slík­ar mats­beiðnir séu lagðar fram þegar uppi eru álita­mál um ástand fast­eigna.

„Nú er málið hjá dóm­kvödd­um mats­mönn­um sem munu gera skýrslu eða álykta um þess­ar mats­spurn­ing­ar.

Okk­ar hlut­verk er að leggja fram gögn sem varða mats­spurn­ing­arn­ar. Þau gögn snúa einkum að því að lóðin upp­fylli þá eig­in­leika sem upp voru gefn­ir við út­hlut­un,“ seg­ir Magnús Þór.

Magnús Óli Ólafs­son, for­stjóri heild­versl­un­ar­inn­ar Innn­ess, gaf ekki kost á viðtali um málið en syst­ur­fé­lagið Dals­nes bygg­ir húsið.

En hinn 1. sept­em­ber 2017 tók Gísli Gísla­son, þáver­andi hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, fyrstu skóflu­stungu að nýju vöru­hús­inu.

Heimild: Mbl.is