Home Fréttir Í fréttum Fá ekki að byggja íbúðir ofan á bíla­verk­stæðið á Grett­is­götu sem brann

Fá ekki að byggja íbúðir ofan á bíla­verk­stæðið á Grett­is­götu sem brann

157
0
Svona hef­ur bygg­ing­in við Grett­is­götu 87 staðið und­an­far­in fimm ár, allt frá því kviknaði í henni í mars árið 2016. Sann­ar­lega lít­il prýði fyr­ir nán­asta um­hverfi. Mynd: mbl.is/​sisi

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur hafnað ósk um að hækka þegar samþykkt hús­næði bíla­verk­stæðis að Grett­is­götu 87 um tvær til þrjár hæðir og inn­rétta þar íbúðir.

<>

Starf­semi bif­reiðaverk­stæða og íbúðar­hús­næði fari ekki vel sam­an.

For­saga máls­ins er sú að húsið brann 7. mars 2016. Það er ónýtt og verður rifið. Eins og húsið er í dag er það lýti á hverf­inu.

Fyr­ir liggja samþykkt­ar teikn­ing­ar frá Arkþing arki­tekt­um hjá bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur af sams kon­ar hús­næði og fyr­ir var, þ.e. bíla­verk­stæði. Teikn­ing­arn­ar voru stimplaðar 1. októ­ber 2019.

Í er­indi sem eig­end­ur lóðar­inn­ar sendu skipu­lags­full­trúa í des­em­ber sl. kem­ur fram að þeir geti nú þegar hafið bygg­ingu á bíla­verk­stæðinu, en eru til­bún­ir í sam­tal við borg­ina á út­færslu á íbúðarbygg­ingu í viðbót ofan á bíla­verk­stæðinu.

Þannig verði komið til móts við bæði deili­skipu­lagið og ósk borg­ar­inn­ar um þétt­ingu byggðar.

Í um­sögn skipu­lags­full­trúa um er­indið kem­ur fram að í nú­gild­andi deili­skipu­lagi fyr­ir reit­inn, Trygg­inga­stofn­un­ar­reit, var lagt upp með að iðnaðar­hús­næðið við Grett­is­götu yrði rifið og þess í stað byggt íbúðar­hús­næði í beinu fram­haldi af Snorra­braut nr. 35, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is