Home Fréttir Í fréttum WOW-húsið jafnað við jörðu

WOW-húsið jafnað við jörðu

167
0
Sag­an hverf­ur. Höfuðstöðvar WOW prýddu þau orð Pau­los Coel­hos að ekk­ert væri ómögu­legt. Mynd: mbl.is/​Bald­ur Arn­ar­son

Bleika skrif­stofu­húsið í Bríet­ar­túni í Reykja­vík var um hríð tákn­mynd ferðaút­rás­ar­inn­ar.

<>

Þar var flug­fé­lagið WOW air með höfuðstöðvar og gekk rekst­ur­inn svo vel að stjórn­end­ur fé­lags­ins hugðust reisa nýj­ar höfuðstöðvar í Kárs­nesi í Kópa­vogi og hót­el þar við hlið.

Frá niðurrifi húss­ins. Ljós­mynd/​Friðjón Júlí­us­son

Eft­ir mót­byr og niður­skurð fór svo að WOW air hætti starf­semi 28. mars 2019. Við tók hæg­ur bati í ferðaþjón­ust­unni og svo hrun út af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Í stað gamla kenni­leit­is­ins á Höfðatorgi rís at­vinnu­hús­næði. Ein­ung­is á eft­ir að byggja síðasta húsið á lóðinni, skrif­stofu­bygg­ingu á Katrín­ar­túni 6.

Það er bygg­ing sem Íþaka ehf. bauð und­ir hús­næði fyr­ir Skatt­inn og skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins.

Á Höfðatúns­reit er nú þegar að finna fjöl­breytta starf­semi, svo sem banka, land­lækni, þjóðkirkj­una og mörg svið Reykja­vík­ur­borg­ar.

Heimild: Mbl.is