Home Fréttir Í fréttum Lengja hafn­argarðinn í Ólafs­vík

Lengja hafn­argarðinn í Ólafs­vík

245
0
Hafn­argarður­inn nýi í Ólafs­vík. Ljós­mynd/​Heim­ir Berg Vil­hjálms­son

Starfs­menn verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Grjót­verks hf. í Hnífs­dal luku á fimmtu­dag við leng­ingu hafn­argarðs í Ólafs­vík.

<>

Bætt var 80 metr­um við svo­nefnd­an Norðurg­arð, sem lok­ar höfn­inni fyr­ir opnu hafi.

Með þess­ari fram­kvæmd er gert ráð fyr­ir meiri kyrrð inn­an hafn­ar, svo bát­ar sem liggja við bryggju verði fyr­ir sem minnstri hreyf­ingu við bryggjukant. Inn­sigl­ing­in á sömu­leiðis að verða ör­ugg­ari.

Fram­kvæmd­ir hóf­ust í nóv­em­ber 2019 og tóku því 16 mánuði. Grjót í garðinn var fengið í námu á Rifi. „Þetta var mjög mik­il­vægt verk­efni og þarft,“ seg­ir Krist­inn Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Snæ­fells­bæ, meðal ann­ars í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is