Home Fréttir Í fréttum 16.03.2021 Sólvangur eldri bygging – endurbætur

16.03.2021 Sólvangur eldri bygging – endurbætur

272
0
Mynd: Gaflari.is

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum verktaka í verkið:

<>

Sólvangur eldri bygging, endurbætur á 2. – 4. hæð

Á 2. hæð byggingarinnar á innrétta nýtt 11 íbúða hjúkrunarheimili. Á 3. og 4. hæð verður aðstaða fyrir hvíldarinnlagnir á að gera breytingar á innra skipulag og endurnýja búnað á þeim hæðum.

Helstu stærðir:

  • Hver er hæð er um 650 fermetrar að frádregnu stigahúsi.


Helstu verkþættir:

  • Rif innveggja og nauðsynlegar stálstyrkingar.
  • Endurnýjun allra yfirborðsefna innanhúss og hluta hurða.
  • Yfirbygging á 6 svölum og bygging einna nýrra.
  • Endurnýjun og viðbætur tæknikerfa, þ.e. lagna, loftræsingar og rafkerfa.
  • Sett vatnsúðakerfi á allar 3 hæðirnar.

Vakin er athygli á að á 1. hæð hússins er rekin starfsemi sem taka þarf tillit til við framkvæmdina.

Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 23. febrúar 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 16. mars 2021.