Home Fréttir Í fréttum Turn renni­braut­ar verður 12 metra hár

Turn renni­braut­ar verður 12 metra hár

211
0
Nýja renni­braut­in verður sett sam­an á næstu dög­um og brátt tek­in í gagnið. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

End­ur­bót­um er nú að ljúka við Vatna­ver­öld, sund­miðstöðina í Reykja­nes­bæ.

<>

Sett­ir voru upp nýir úti­klef­ar, kald­ur pott­ur, vaðlaug og heit­ur pott­ur auk þess sem gufubað var end­ur­nýjað og sánu bætt við.

Eft­ir nokkr­ar vik­ur verður ný renni­braut tek­in í notk­un og verður hún tví­skipt, sú hærri tíu metra há og sú minni sex metra há. Sú stærri verður 74 metra löng.

Upp­göngu­t­urn að renni­braut­un­um verður lokaður og upp­hitaður og hvorki meira né minna en 12 metra hár.

Áætlaður kostnaður við end­ur­bæt­urn­ar var um 100 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is