Home Fréttir Í fréttum Hóteláformum í Sjónvarpshúsinu frestað

Hóteláformum í Sjónvarpshúsinu frestað

82
0
Einhver bið verður á því að Hyatt Centric Reykjavík opni hótel í gömlu höfuðstöðvum Ríkissjónvarpsins. Aðsend mynd

Gert var ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast í upphafi árs 2021. Verið er að endurmeta tímalínu í ljósi aðstæðna.

<>

Hótelframkvæmdum í gömlu höfuðstöðvum Sjónvarpsins á Laugavegi hefur verið slegið á frest. Fasteignin er í eigu fasteignafélagsins Reita en húsnæðið hýsti rekstur Ríkissjónvarpsins áður en Sjónvarpið flutti í Útvarpshúsið á Efstaleiti í ágúst 2000.

Í desember 2019 tilkynnti fasteignafélagið áform um að breyta Laugavegi 176, Gamla Sjónvarpshúsinu, í nýtt 169 herbergja hótel með veitingastað, bar, fundarsölum, heilsurækt og bílastæðum fyrir gesti.

Gert var ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast í upphafi árs 2021, en samkvæmt ársskýrslu Reita er ljóst að svo verður ekki. Fram kemur í ársskýrslunni að verið sé að endurmeta tímalínu framkvæmdanna í ljósi aðstæðna, en ljóst má vera að þar er átt við áhrif kórónuveirufaraldursins.

Reitir undirrituðu sérleyfissamning við Hyatt Hotels Corporation um rekstur hótels í húsinu undir merkjum Hyatt Centric Reykjavík árið 2019.

Heimild: Vb.is