Home Fréttir Í fréttum Lindsay á byggingavörumarkaðinn

Lindsay á byggingavörumarkaðinn

197
0
Höfuðstöðvar heildsölunnar John Lindsay að Klettagörðum 23. Aðsend mynd

John Lindsay, sem hingað til hefur helst flutt inn matvöru, færir sig í heildsölu á byggingavörum Orkla House Care.

<>

Heildsala John Lindsay hf., er á leið inn á byggingavörumarkaðinn.

Félagið hefur gert hefur gert einkasölusamning við Orkla House Care um dreifingu, markaðsetningu og þjónustu á vörum OHC á Íslandi sem eru meðal annars penslar, málningarúllur og ýmsir aðrir aukahlutir.

,,Með þessum samningi vona samningsaðilar að þjónusta og utanumhald á framleiðsluvörum Orkla House Care á Ísland verði í takt við það sem OHC á að venjast frá öðrum mörkuðum víða um heim,” segir Stefán S. Guðjónsson, forstjóri Lindsay.

,,Lindsay og Orkla hafa átt í árangursríku samstarfi í gegnum fjölmörg fyrirtæki Orkla um áratuga skeið. Síðustu ár hefur þetta samstarf aukist til mikilla muna samfara vaxandi viðskiptum,” segir Stefán.

John Lindsey hefur hingað til einna helst sérhæft sig í heildsölu á vörum til matvöruverslana, lyfjabúða, veitingahúsa og mötuneyta hér á landi og framleiðir meðal annars Royal búðinga og flytur inn vörumerki á borð við Toro, Grandiosa og Thermos.

OHC hefur selt vörur sínar hér á landi í nokkur ár, til að mynda Anza, Harris Spekter í samvinnu við lykilverslanir á markaðnum.

,,Þegar við lítum til annarra landa þá sjáum við að enn er nokkuð svigrúm,” segir Mark Parr, svæðisstjóri OHC fyrir Norður-Evrópu.

Orkla House Care framleiðir málningarverkfæri, bursta, pensla, rúllur o.fl.

Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló í Noregi en verksmiðjur víða í Evrópu og Asíu.

Fyrirtækið starfar í yfir sjötíu löndum og er með góða markaðshlutdeild fyrir sínar framleiðsluvörur á heimsmarkaði. OHC er hluti af stórfyrirtækinu Orkla AS.

,,Við þekkjum Lindsay vel og teljum að sú þekking og reynsla sem þar er að finna, ekki síst í vöru og vörumerkjastýringu, muni skipta sköpum til að ná enn frekari árangri.

Við viljum virkja þessa þekkingu í þágu okkar og íslenska markaðarins.

Við sjáum tækifæri til enn frekari viðskipta með framsæknu og öflugu framlínustarfi sem á endanum mun gagnast kaupendum vörunnar, neytendum best,” segir Mark Parr ennfremur.

Heimild: Vb.is