Home Fréttir Í fréttum Íbúðir leyfðar á Lauga­vegi 105

Íbúðir leyfðar á Lauga­vegi 105

179
0
Lauga­veg­ur 105. Alls verða 49 íbúðir í hús­inu eft­ir breyt­ing­ar Mynd: mbl.is/​Styrm­ir Kári

Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur tekið já­kvætt í um­sókn eig­anda Lauga­veg­ar 105 um að inn­rétta allt að 36 nýj­ar íbúðir á 3., 4. og 5. hæð húss­ins.

<>

Í um­sögn kem­ur fram að nokkr­um sinn­um áður hafi embætti skipu­lags­full­trúa fjallað um fyr­ir­spurn­ir fyr­ir þessa lóð með um­sögn á umliðnum árum.

Af­greiðsla þeirra mála var nei­kvæð m.a. vegna þess að byggt var við húsið sem hef­ur vernd­ar­gildi og nýt­ur vernd­ar götu­mynd­ar í deili­skipu­lagi.

Húsið var byggt 1926 og teiknað af Ein­ari Er­lends­syni.

Þar var lengi vel bif­reiðasmiðja og bílaum­boð Sveins Eg­ils­son­ar, sem hafði m.a. umboð fyr­ir Ford-bif­reiðarn­ar banda­rísku.

Mælt er með því að heim­ilað verði að hefja vinnu við til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi í sam­vinnu við verk­efn­is­stjóra hjá skipu­lags­full­trúa, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is