Home Fréttir Í fréttum Boðar tíma­mót í und­ir­bún­ingi Sunda­braut­ar

Boðar tíma­mót í und­ir­bún­ingi Sunda­braut­ar

137
0
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lín­ur munu skýr­ast um upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar í vik­unni þegar ný skýrsla starfs­hóps um braut­ina kem­ur út. Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. Hann seg­ir að skýrsl­an marki tíma­mót í und­ir­bún­ingi veg­ar­ins.

<>

Starfs­hóp­ur sem skipaður var í fyrra­vor um framtíðarlegu Sunda­braut­ar mun skila af sér niður­stöðum til ráðherra á næstu dög­um.

Í hópn­um sátu full­trú­ar Vega­gerðar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og Faxa­flóa­hafna og var hon­um ætlað að end­ur­meta og skoða tvo fýsi­lega kosti fyr­ir legu Sunda­braut­ar milli Sæ­braut­ar og Gufu­ness, ann­ars veg­ar jarðgöng en hins veg­ar lág­brú.

„Til­gang­ur­inn var fyrst og fremst að fara yfir þessa tvo val­kosti og kanna til hlít­ar, upp­færa kostnaðaráætlan­ir og sjá til lands með Sunda­braut­ina eins og hún ligg­ur í heilu lagi,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Tölvu­teiknuð mynd af lág­brú. Í hægra horn­inu má sjá áætlaða legu leiðanna tveggja.

Lág­brú er ódýr­ari fram­kvæmd og hefði þann kost að geta nýst öðrum sam­göngu­mát­um en gang­andi, til að mynda hjól­reiðamönn­um.

Sá bögg­ull fylg­ir þó skammrifi að lág­brú myndi þvera at­hafna­svæði Sunda­hafn­ar og kalla á breytt skipu­lag henn­ar. Reykja­vík­ur­borg hef­ur kosið jarðganga­leiðina en sjálf­ur hef­ur Sig­urður Ingi talið lág­brú væn­legri kost.

Spurður hvort sátt hafi náðst milli aðila með til­komu þess­ar­ar skýrslu seg­ir Sig­urður Ingi að ekki sé hægt að segja til um það fyrr en skýrsl­an kem­ur út. „En ég get hins veg­ar sagt að þessi vinna hef­ur skilað mjög góðum ár­angri og niður­stöðurn­ar eru áhuga­verðar og já­kvæðar í alla staði.“

Unnið í sam­starfi við einkaaðila

Sunda­braut er ein sex fram­kvæmda sem fram­kvæma á gegn­um sam­starfs­verk­efni hins op­in­bera og einka­geir­ans (PPP) en hin eru hring­veg­ur norðaust­an Sel­foss og brú yfir Ölfusá, hring­veg­ur um Horna­fjarðarfljót, Ax­ar­veg­ur, tvö­föld­un Hval­fjarðarganga og hring­veg­ur um Mýr­dal og jarðgöng í Reyn­is­fjall.

Sunda­braut­in er stærst þess­ara verk­efna, en tvö þeirra, Horna­fjarðarfljót og Ax­ar­veg­ur, hefjast á þessu ári.

Gert er ráð fyr­ir að eitt fé­lag yrði stofnað utan um hverja fram­kvæmd, en Sig­urður Ingi seg­ir að um­svif þeirra geti verið mis­jöfn milli verk­efna eft­ir því hve stór þau eru. Þannig gætu ein­hver séð aðeins um fram­kvæmd­ir, en önn­ur fjár­fest­ingu og jafn­vel rekst­ur sömu­leiðis.

Heimild: Mbl.is