Home Fréttir Í fréttum Nýju höfuðstöðvarn­ar á áætl­un

Nýju höfuðstöðvarn­ar á áætl­un

363
0
Gegnt Hafn­ar­torgi. Nýj­ar höfuðstöðvar Lands­bank­ans verða tekn­ar í notk­un á síðari hluta næsta árs. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG verk, seg­ir upp­steypu á nýj­um höfuðstöðvum Lands­bank­ans við Hörpu ganga prýðilega. Um það bil 75% af verk­inu sé nú lokið.

<>

ÞG verk varð hlut­skarp­ast í útboði um upp­steypu á hús­inu sem verður um 16.500 fer­metr­ar, að meðtöld­um bíla­kjall­ara.

Niðurstaða útboðsins lá fyr­ir í ág­úst 2019 og hófst upp­steyp­an í sept­em­ber sama ár. Stefnt er að því að ljúka henni í júlí.

Þor­vald­ur seg­ir eft­ir að steypa tvær til þrjár hæðir á suður­hlut­an­um, sem snýr að Hafn­ar­torgi, og svo eina til tvær hæðir í öðrum áföng­um.

Suður­hluti höfuðstöðvanna verður hæsti hluti bygg­ing­ar­inn­ar sem er lægri norðan­meg­in við Hörpu. Sam­eig­in­leg­ur bíla­kjall­ari verður und­ir Hörpu, höfuðstöðvum Lands­bank­ans og Hafn­ar­torgi með stæðum fyr­ir alls um 1.100 bíla.

Heimild: Mbl.is