Home Fréttir Í fréttum Ráðhús Borgarbyggðar illa farið af raka og myglu

Ráðhús Borgarbyggðar illa farið af raka og myglu

172
0
Ráðhús Borgarbyggðar. Mynd: Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Ráðhús Borgarbyggðar er illa farið af raka, myglu og skemmdum. Viðgerðir eru hafnar en sveitarstjórnarfulltrúi vill láta rífa húsið.

<>

Framkvæmdir eru hafnar á ráðhúsi Borgarbyggðar og hefur byggðarráð falið sveitarstjóra að finna tímabundið húsnæði fyrir hluta eða alla starfsemi ráðhússins.

„Ástand hússins vegna rakavandamála er verra en búist var við, við forskoðun Eflu á hluta fasteignarinnar. Byggðarráð leggur jafnframt til að ljúka við úttekt á ráðhúsi Borgarbyggðar og að farið verði í viðeigandi aðgerðir í kjölfarið. Málið verður lagt aftur fyrir næsta fund byggðarráðs,“ segir í fundargerð byggðarráðs.

Guðveig Anna Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi segir ljóst að húsnæðið sé illa farið af raka, myglu og skemmdum.

„Undirrituð telur óforsvaranlegt að sveitarfélagið leggi í kostnað við viðgerðir á húsinu og leggur til að unnið verði að því að húsið verði rifið eða selt í því ástandi sem húsið er. Brýnt er að koma starfsemi Ráðhússins í nýtt og hentugra húsnæði til framtíðar,“ segir í bókun hennar.

Skessuhorn vitnar í heimildir sínar um að sveitarfélaginu hafi verið boðið að kaupa hús Arionbanka við Digranesgötu og er líklegt að starfsemin færist þangað.

Heimild: Frettabladid.is

Loading..