Home Fréttir Í fréttum Tugmilljarða skattaundanskot á ári

Tugmilljarða skattaundanskot á ári

81
0
Tíðni skattalagabrota stendur í stað milli ára. Þrátt fyrir það nema undanskot tugum milljarða árlega. Starfshópurhópur á vegum ríkisskattstjóra vinnur að tillögum til að einfalda verklag og draga úr undanskotum.

Undanfarin ár hefur eftirlitsteymi á vegum ríkisskattstjóra heimsótt 1030 íslensk fyrirtæki og tekið niður 2500 kennitölur. Embættið hefur gefið út 40 lokunartilmæli og tvívegis þurft að innsigla fyrirtæki. Þá var sagt frá því í fréttum í gær að skipulögð skattsvik í byggingariðnaði hefðu aukist mikið undanfarna tólf mánuði. Upphæðin nemi 2 milljörðum króna á tímabilinu og kosti ríkissjóð um einn og hálfan milljarð.

<>

Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá embætti ríkisskattstjóra, segir að gripið hafi verið til aðgerða. „14-15% þeirra sem eru í rekstri eru ekki að gerta hlutina í samræmi við lög og reglur. Hve háar fjárhæðir er um að ræða er erfitt að segja og ég treysti mér ekki til að fullyrða um það. En heildar skattundanskot í kerfinu nemur mörgum tugum milljarða. Það er alveg ljóst. Þannig að hvert prósent sem hægt er að lækka þetta um skiptir miklu máli.“ Er einhver sérstök vinna í gangi til þess að sporna við því? „Við höfum myndað starfshóp hér innandyra til þess að lækka þetta hlutfall. Það þó sé gott að skattsvik séu ekki að aukast milli ára. Hópurinn mun koma með tillögur núna í september til fagráðuneytisins til þess að mæta þessu. Og mætt skattundanskotum almennt með það að markmiði að gera betur á næstu misserum.“

Heimild: Rúv.is