Home Fréttir Í fréttum Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu – vef-kynningarfundur 14. janúar nk

Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu – vef-kynningarfundur 14. janúar nk

452
0
Mynd úr kynningu Vatnafar og raforkuframleiðsla

Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, verður kynnt á vef-fundi 14. janúar kl. 10:00-11:00.  Innovation Norway í Rúmeníu sér um útboð verkefnanna.

<>

Sjö milljónum evra verður varið til fjármögnunar verkefna á sviði vatnsafls í Rúmeníu. Umsækjendur skulu leggja fram eina verkefnatillögu í samræmi við áherslur útboðsins, sem er til að auka afköst endurnýjanlegrar orku á sviði vatnsafls.

Markmið orkuáætlunar Uppbyggingarsjóða EES í Rúmeníu er að minnka orkuframleiðslu sem byggist á kolefni og auka afhendingaröryggi og framboð á raforku.

Með áætluninni er einnig leitast við að örva og þróa til langs tíma samstarf milli Íslands, Lichtenstein, Noregs og Rúmeníu.

Veittur er stuðningur við verkefni með eftirfarandi áherslur:

a) endurbygging eða endurnýjun núverandi, lítilla eða stórra vatnsaflsvirkjana til að auka raforkuframleiðslu og hagkvæmni;

b) smíði nýrra lítilla vatnsaflsvirkjana (<10MW uppsett afl);

c) stækkun á uppistöðulónum virkjana, getur verið hluti af verkefninu;

d) þjálfun starfsfólks í notkun og viðhaldi búnaðar sem útvegað er af birgjum fyrirtækisins, getur verið hluti af verkefninu.

Sjá nánari upplýsingar um kynningarfundinn og skráningu 14. jan. nk.

Nánari upplýsingar um útboðið.

Ítarlegar upplýsingar um útboðið.

Heimild: Orkustofnun