Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við endurnýjun Skipalyftukants í Vestmannaeyjum undir áætlun

Kostnaður við endurnýjun Skipalyftukants í Vestmannaeyjum undir áætlun

201
0
Frá framkvæmdunum í haust. Ljósmynd/TMS

Á fundi framkvæmda-og hafnarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var farið yfir kostnaðaruppgjör vegna endurnýjunar stálþils á Skipalyftukanti.

<>

Fram kemur í fundargerð ráðsins að verktaki við rekstur stálþils á Skipalyftukanti hafi lokið verkinu.

Aðeins var frávik frá útboðsgögnum vegna skemmdra stálþilsplatna á austurgafli Skipalyftukants sem þurfti að losa.

Áfallinn verkkostnaður þessa verkhluta er 106.263.402 krónur. Kostnaðaráætlun var 116.345.050 krónur og tilboð verktaka 98.645.800 kr.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið samþykki kostnaðaruppgjör vegna stálþils og þakkar Ísar ehf. fyrir gott verk í endurbyggingu Skipalyftukants.

Heimild: Eyjar.net