Kópavogsbær var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda á árinu 2007. Til viðbótar bætast vextir frá apríl árið 2010.
Málið á rætur sínar að rekja til þess að í apríl 2014 stefndi hluti erfingja Sigurðar, sem var fyrrum ábúandi á Vatnsenda, Kópavogsbæ og krafðist 75 milljarða vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007.
Fram kemur að Kópavogsbær hafi verið sýknaður af öllum dómkörfum sem tóku til eignarnámsins árin 1992, 1998 og 2000. Hins vegar hafi bæturnar náð til eignarnámsins árið 2007. Fram kemur í tilkynningu að bæjarfélagið fari nú yfir niðurstöðuna í samráði við lögmenn bæjarins og verður í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Dóminn má í heild sinni lesa hér.
Heimild: Mbl.is