Home Fréttir Í fréttum Kópa­vog­ur þarf að greiða dán­ar­búi millj­arð

Kópa­vog­ur þarf að greiða dán­ar­búi millj­arð

289
0
Vatns­enda­hverfi í Kópa­vogi. Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Kópa­vogs­bær var í Héraðsdómi Reykja­ness dæmd­ur til að greiða dán­ar­búi Sig­urðar K. Hjaltested 968 millj­ón­ir vegna eign­ar­náms bæj­ar­ins í landi Vatns­enda á ár­inu 2007. Til viðbót­ar bæt­ast vext­ir frá apríl árið 2010.

<>

Málið á ræt­ur sín­ar að rekja til þess að í apríl 2014 stefndi hluti erf­ingja Sig­urðar, sem var fyrr­um ábú­andi á Vatns­enda, Kópa­vogs­bæ og krafðist 75 millj­arða vegna eign­ar­náms á landi Vatns­enda árin 1992, 1998, 2000 og 2007.

Fram kem­ur að Kópa­vogs­bær hafi verið sýknaður af öll­um dóm­körf­um sem tóku til eign­ar­náms­ins árin 1992, 1998 og 2000. Hins veg­ar hafi bæt­urn­ar náð til eign­ar­náms­ins árið 2007. Fram kem­ur í til­kynn­ingu að bæj­ar­fé­lagið fari nú yfir niður­stöðuna í sam­ráði við lög­menn bæj­ar­ins og verður í kjöl­farið tek­in ákvörðun um hvort mál­inu verði áfrýjað til Lands­rétt­ar.

Dóm­inn má í heild sinni lesa hér.

Heimild: Mbl.is