Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar– og nýsköpunarráðherra, hefur gert samkomulag við Byggingavettvanginn um útfærslu á tillögum um langtímaaðgerðaáætlun um fyrirkomulag rannsókna, þróunar og nýsköpunar í byggingariðnaði í ljósi þess að leggja á Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega– og nýsköpunarráðuneytinu.
„Næstu ár verða tími breytinga í byggingariðnaði og þörfin á bættum og vel skilgreindum áherslum í nýsköpun, rannsóknum og þróun í greininni hefur því aldrei verið meiri,“ segir Þórdís Kolbrún.
Mun Byggingavettvangurinn skila inn tillögum sínum í ársbyrjun 2021.
Þar á meðal annars að koma fram hvernig tryggja megi fjármagn til málaflokksins og hvernig megi byggja upp þekkingu og færni með því að virkja rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífi, innan skólakerfisins og hjá hinu opinbera.
Heimild: Mbl.is