Home Fréttir Í fréttum Byrjað að steypa á Alþingisreitnum

Byrjað að steypa á Alþingisreitnum

128
0
Mynd: Studio Grandi - RÚV
Byrjað er að steypa nýbyggingu skrifstofuhúss Alþingis og segir skrifstofustjóri þingsins það breyta miklu fyrir starfsemina að fá húsið, auk þess sem háar leigutekjur sparast.

Húsið mun rísa í Vonarstræti til hliðar við þinghúsið og verður flatarmál þess ríflega fimm þúsund ferðmetrar að viðbættum þrettán hundruð fermetra bílakjallara og verður húsið tengt Alþingishúsinu. Skrifstofustjóri Alþingis þetta frábæran áfanga og tilhlökkun. Nýja húsið breyti miklu.

<>

„Já, þetta breytir bara mjög miklu fyrir starfsemina. Þarna verða skrifstofur þingmanna, aðstaða fyrir þingflokka og nefndir og starfsfólk nefnda á einum stað. Þannig að það verður mjög gott að vera hérna öll saman á Alþingisreitnum,“ segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis.

Alþingi er núna með starfsemi í hátt í tug húsa. Heildarkostnaðaráætlun hússins er um 4,5 milljarðar króna án verðbóta. Ragna segir sparnað fylgja húsinu því nú greiði Alþingi háar fjárhæðir í leigu.

„Til lengri tíma gerir það það. Það er auðvitað alltaf dýrt í upphafi á fjárfesta en síðan skilar þetta sér að lokum. Þannig að við erum að borga umtalsvert í leigugjöld hér við Austurvöllinn þannig að það verður breyting þar á.“

Byggt er samkvæmt vinningstillögu Studio Granda. Upphaflega stóð til að húsið yrði fjórar hæðir til að byrja með en þeirri fimmtu bætt við síðar, en að endingu var ákveðið að byggja allar fimm hæðirnar strax.

„Þetta verður tilbúið 2023, þá á öllu að vera lokið og þá flytjumst við hingað sæl og ánægð í fullbúið húsnæði bæði að innan sem utan.“

Heimild: Ruv.is