Home Fréttir Í fréttum Hagnaður ÍAV lækkar milli ára

Hagnaður ÍAV lækkar milli ára

500
0
Sigurður R Ragnarsson er forstjóri íslenskra aðalverktaka. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Hagnaður Íslenskra aðalverktaka nam um 6 milljónum króna árið 2019 og lækkaði um 84 prósent frá fyrra ári.

<>

Hagnaður Íslenskra aðalverktaka lækkaði um 84 prósent á síðasta ári, úr tæpum 40 milljónum króna árið 2018 í um 6 milljónir króna.

Velta félagsins jókst um fjórðung, úr ríflega 14 milljörðum króna í 17,7 milljarða, en rekstrarkostnaður félagsins jókst um 27 prósent og nam 17,5 milljörðum. Rekstrarhagnaður félagsins nam 123 milljónum.

Launakostnaður félagsins jókst um 17,5 prósent úr 2,9 milljörðum króna í 3,5 milljarða, en meðalfjöldi stöðugilda á árinu jókst úr 237 ársverkum í 259.

Eignir félagsins í árslok námu 4,7 milljörðum króna, skuldir námu 3,6 milljörðum króna og eigið fé nam um milljarði króna.

Eiginfjárhlutfall félagsins var því 22,7 prósent, en fjármagnsskipan félagsins var mjög sambærilega fyrra ári.

ÍAV er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins og er þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, opinberar byggingar, mannvirkjagerð, jarðvinnu, gatnagerð eða jarðgangagerð.

Sigurður R Ragnarsson er forstjóri félagsins en nær allt hlutafé þess er í eigu Reto Manuel Marti í gegnum félagið Marti Iceland (Pty) ehf.

Heimild: Vb.is