Home Fréttir Í fréttum Upp­steypa haf­in á Alþing­is­reit

Upp­steypa haf­in á Alþing­is­reit

204
0
Fyrsta steyp­an rann í ný­bygg­ing­una í dag. Ljós­mynd/​Skrif­stofa Alþing­is

Fyrsta steyp­an rann í ný­bygg­ingu skrif­stofu­húss á Alþing­is­reit og var byrjað á tækni- og lyft­ugryfju, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþing­is.

<>

Flat­ar­mál aðal­bygg­ing­ar­inn­ar verður 5.073 fer­metr­ar að viðbætt­um 1.307 fer­metra bíla­kjall­ara en heild­ar­kostnaðaráætl­un húss­ins er um 4,5 millj­arðar króna án verðbóta. Bú­ist er við að verk­inu verði lokið í apríl 2023.

Samn­ing­ur við ÞG verk­taka um þriðja áfanga bygg­ing­ar fimm hæða skrif­stofu­húss var und­ir­ritaður 18. nóv­em­ber sl. en í þeim áfanga felst upp­steypa og fullnaðarfrá­gang­ur.

Gert er ráð fyr­ir að sam­tals muni þurfa 4.485 rúm­metra af steypu í bygg­ing­una, mótaflet­ir verði 19.925 fer­metr­ar, steypustyrkt­ar­stál 465.000 kg og gler­vegg­ir 692 fer­metr­ar.

Upp­lýs­inga­skilti ættu að gefa veg­far­end­um hug­mynd um það sem þarna á eft­ir að rísa. Ljós­mynd/​Skrif­stofa Alþing­is

Þá verða sett­ir 142 glugg­ar og 187 inni­h­urðir en upp­lýs­inga­spjöld hafa verið sett á girðingu kring­um fram­kvæmda­svæðið, sem ættu að gefa veg­far­end­um hug­mynd um ný­bygg­ing­una á Alþing­is­reitn­um.

Heimild: Mbl.is