Home Fréttir Í fréttum Sundmiðstöð Keflavíkur opnar 15. desember – seinkun vegna framkvæmda

Sundmiðstöð Keflavíkur opnar 15. desember – seinkun vegna framkvæmda

170
0
Frá framkvæmdum við Sundmiðstöð Keflavíkur. Mynd: VF/pket.

Sundáhugafólk í Keflavík þarf að bíða aðeins með að stinga sér í útilaugina.

<>

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur og mánuði og þær hafa tafist af óviðráðanlegum orsökum.

Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður sagði í stuttu spjalli við Víkurfréttir að Sundmiðstöðin opni næsta þriðjudag 15. Desember kl. 6.30.

„Við biðjum viðskiptavini okkar að sýna okkur biðlund. Við þurftum að gera meira en upphaflega var gert ráð fyrir en þegar framkvæmdum lýkur verður aðstaðan enn betri og glæsilegri,“ sagði Hafsteinn.

Heimild: Vf.is