Home Fréttir Í fréttum Fjár­festa fyr­ir millj­arð kr. í Eyj­um

Fjár­festa fyr­ir millj­arð kr. í Eyj­um

157
0
Vest­manna­eyj­ar. Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi

Gert er ráð fyr­ir að Vest­manna­eyja­bær verji á næsta ári rösk­lega ein­um millj­arði króna til ým­issa fram­kvæmda og verk­efna, utan lög­bund­ins rekstr­ar bæj­ar­fé­lags, skv. fjár­hags­áætl­un sem samþykkt var fyr­ir helg­ina.

<>

Þar má nefna bygg­ingu slökkvistöðvar, end­ur­bygg­ingu ráðhúss­ins, ljós­leiðara­væðingu og fram­kvæmd­ir við aðstöðu fyr­ir ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlastarf.

Þá er gert ráð fyr­ir að verja hart­nær 300 millj­ón­um króna til heilsu­efl­ing­ar, um­hverf­is­bóta, spjald­tölvu­væðing­ar í grunn­skól­un­um, átaks í ferðamál­um og fleira.

Sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un verða tekj­ur Vest­manna­eyja­bæj­ar á næsta ári um 6,7 ma. kr. og gjöld­in svipuð. Niðurstaða árs­ins er já­kvæð um rétt rúm­ar 100 millj. kr. og að hand­bært fé í lok næsta árs verði um 2,6 ma. kr.

Þetta sagði Íris Ró­berts­dótt­ir bæj­ar­stjóri sýna sterka stöðu bæj­ar­ins. Vest­manna­eyja­bær þurfi þó að mæta ýms­um áskor­un­um, því fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga hafa lækkað tölu­vert milli ára.

Þá er ekki er gert ráð fyr­ir loðnu­vertíð í út­svar­s­tekj­un­um. Sömu­leiðis hafi þrýst­ing­ur á aukna fjár­fest­ingu bæj­ar­ins auk­ist, til þess að viðhalda og efla at­vinnu­stig.

Heimild: Mbl.is