Home Fréttir Í fréttum Byrjað að grafa fyrir fjölbýlishúsi að Þjóðbraut 3 á Akranesi

Byrjað að grafa fyrir fjölbýlishúsi að Þjóðbraut 3 á Akranesi

344
0
Grafið fyrir undirstöðum Þjóðbrautar 3. Ljósm. frg.

Byggingarfélagið Bestla hefur hafið vinnu við að grafa fyrir undirstöðum undir fjölbýlishúsið að Þjóðbraut 3.

<>

Það er fyrirtækið Snókur verktakar ehf. sem sér um uppgröftinn. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki fyrir jól og að uppsteypa hússins hefjist strax eftir áramót.

Gert er ráð fyrir að íbúðir í húsinu verði tilbúnar til afhendingar sumarið 2022. Í samtali við Skessuhorn sagði Jón Ágúst Garðarsson, framkvæmdastjóri Bestla að áætlað sé að framkvæmdir hefjist við Þjóðbraut 5 í framhaldinu en að of snemmt sé að segja til um nákvæma tímasetningu.

Mjög vel gekk að selja íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í Dalbrautarreit, Dalbraut 4. Þá var salur, sem ætlaður er fyrir þjónustumiðstöð og félagsstarf Félags eldri borgara á jarðhæð Dalbrautar, afhentur Akraneskaupstað í sumar.

Unnið er að framkvæmdum við innréttingar og eru verklok þeirra framkvæmda áætluð í september 2021.

Heimild: Skessuhorn.is