Home Fréttir Í fréttum Nýtt sjúkrahús reist á þremur mánuðum

Nýtt sjúkrahús reist á þremur mánuðum

151
0
Æðstu ráðamenn Madrídarhéraðs kynna sér nýja sjúkrahúsið. Mynd: EPA-EFE - EFE

Nýtt sjúkrahús var tekið í notkun í Madríd í dag, þremur mánuðum eftir að byggingaframkvæmdir hófust.

<>

Þar verður pláss fyrir meira en eitt þúsund sjúklinga meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 farsóttarinnar.

Isabel Zendal byggingin er áttatíu þúsund fermetrar að stærð.

Kostnaður við verkið var hátt í hundrað milljónir evra, um það bil sextán milljarðar króna.

Nýi spítalinn var reistur til að létta álagi af sjúkrahúsum í Madríd og nágrenni vegna faraldursins, sem hefur leikið Spánverja og ekki síst íbúa Madrídarhéraðs grátt.

Búist er við að fyrstu sjúklingarnir verði lagðir inn í næstu viku. 116 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið ráðnir, að sögn heilbrigðisyfirvalda í héraðinu. Enn liggur ekki fyrir hvort fleiri verða ráðnir.

Heimild: Ruv.is