Home Fréttir Í fréttum Húsin hífð á sökkul með eldhúsinnréttingu og öllu

Húsin hífð á sökkul með eldhúsinnréttingu og öllu

340
0
Skjáskot frá Rúv.is
Íbúðarhús höfðu ekki risið á Borgarfirði eystra í marga áratugi þangað til í vikunni þegar tvö hús voru hífð af vögnum og sett á sökkla. Færanleg hús gætu dregið úr áhættu við að lána og fjárfesta í húsbyggingum víða um land.

Hún vakti athygli, lest af flutningabílum sem brunaði til Borgarfjarðar eystra með nýju húsin í síðustu viku. Það tók ekki nema einn dag að koma þeim fyrir á sínum stað. Átta einingar röðuðust saman í tvö hús með samtals fjórum íbúðum.

<>

Þetta verða leiguíbúðir á vegum sveitarfélagsins til að mæta húsnæðisskorti. Það var gamli Borgarfjarðarhreppur sem lét teikna húsin.

Engin viðunandi tilboð í smíði á staðnum

„Þegar teikningarnar voru tilbúnar þá buðum við þetta út hér á Austurlandi og fengum engin viðunandi tilboð. Í framhaldi af því voru pöntuð þessu hús í staðinn frá Litháen. Svona nánast tilbúin.

Þetta er búið að tala langan tíma með alls konar veirutöfum og hinu og þessu en húsin eru allavega komin núna,“ segir Jón Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps nú fulltrúi Múlaþings.

Hægt að fara með húsin aftur

Athygli vekur að í húseiningunum er allt tilbúið. Baðherbergi klár og eldhúsinnrétting komin á sinn stað.  „Það sem er sérstakt er að húsin koma nánast að öllu leyti fullbúin úr erlendri verksmiðju og tekur bara svipstund svo á byggingarstað að setja þau niður á forsteypta sökkla.

Hér erum við með tveggja íbúða parhús. Það tekur okkur svona 3-4 tíma frá því að við byrjum að hífa niður og þangað til húsið er komi á sökklana og bara smávægilegur frágangur eftir. Síðan er jafn auðvelt að taka húsin burt aftur af aðstæður breytast,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Lágafells.

Borgfirðingar hafa full not fyrir húsin og færri fengu þar inni en vildu. Íbúum hefur fjölgað undanfarin misseri. Hvað veldur? „Bjartsýni hjá meðal annars fólki sem hefur flutt á staðinn og tekið upp aðeins breytta atvinnuhætti og annað svo það hjálpar okkur,“ segir Jón Þórðarson, fulltrúi Múlaþings.

Heimild: Ruv.is