Home Fréttir Í fréttum Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut

Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut

205
0
Allar fjórar akreinar komnar í notkun. Mynd/Ólafur Sveinn Haraldsson

Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019.

<>

Útboð Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði, nánar tiltekið 3,2 kafla milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar.

Hluti verksins var breikkun brúar yfir Strandgötu. Mynd/ÓSH

Í útboðinu var einnig innifalin gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna. Þá voru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir, og loks frágangur á landi og landmótun.

Umfangsmiklar hljóðvarnir voru reistar í tengslum við framkvæmdirnar. Mynd/ÓSH

Framkvæmdin Reykjanesbraut (41) Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, er merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni.

Verkið tekið út áður en umferð er hleypt á. Mynd/ÓSH

ÍSTAK var verktaki verksins en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætlanir stóðust í stórum dráttum og hefur lítil sem engin töf orðið á afhendingu verksins þrátt fyrir óvenjulega tíma.

Allar fjórar akreinar voru teknar í notkun um miðjan dag í dag, 24. nóvember en verktaki vinnur nú að lokafrágangi á og við Reykjanesbrautina.

Heimild: Vegagerðin