Borgarplast ehf. hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Grænábraut 501 á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Fyrirtækið gerir þannig ráð fyrir að byggja tæplega 7.000 fermetra við núverandi verksmiðjubyggingu.
Núverandi bygging er um 4.700 fermetrar að stærð og yrði heildar byggingarmagn því um 11.600 fermetrar. Lóð fyrirtækisins er um 28.000 fermetrar.
Umhverfis- og skipulagsráð ræddi málið á síðasta fundi og ákvað að fresta því um sinn.
Heimild: Sudurnes.net