Home Fréttir Í fréttum Urg­ur í mörg­um kröfu­höf­um VHE

Urg­ur í mörg­um kröfu­höf­um VHE

296
0
Unn­ar Steinn Hjalta­son er stærsti eig­andi Nesnúps og VHE. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tals­verður kurr er í hópi kröfu­hafa Vélsmiðju Hjalta Ein­ars­son­ar (VHE) sem verið hef­ur í greiðslu­stöðvun frá því í apríl síðastliðnum.

<>

Hef­ur nú frum­varp að nauðasamn­ingi verið lagt fram og er gert ráð fyr­ir að boðað verði til fund­ar meðal kröfu­hafa í janú­ar þar sem afstaða þeirra til samn­ings­ins verður könnuð, að því er fram kem­ur í  um­fjölljn um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heim­ild­ir blaðsins herma að frum­varpið feli í sér að al­menn­ir kröfu­haf­ar þurfi að færa kröf­ur sín­ar á hend­ur VHE niður um 50%.

Þá verði eft­ir­stöðvarn­ar greidd­ar með þeim hætti að 10% af þeim verði gerð upp strax en 90% verði í formi skulda­bréfs sem VHE gefi út.

Það skulda­bréf beri enga vexti en verði þó verðtryggt. Auk þess muni fyrsta greiðsla af skulda­bréf­inu ekki eiga sér stað fyrr en að þrem­ur árum liðnum en bréfið verði að fullu gert upp inn­an fimm ára.

Viðmæl­end­ur í hópi kröfu­hafa sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við und­an­farna daga segja að það sé ekki niður­fell­ing krafn­anna sem helst sitji í þeim held­ur sú staðreynd að VHE sé í mikl­um sam­keppn­is­rekstri víða, m.a. við fyr­ir­tæki í hópi kröfu­hafa.

Heimild: Mbl.is