Home Fréttir Í fréttum Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala

Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala

118
0
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Mynd: VÍSIR/VILHELM

Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma.

<>

Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala.

„Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum.

Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki?

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra.

Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak.

„Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín.

Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu.

Heimild: Visir.is