Home Fréttir Í fréttum Svans­vottaðar íbúðir á leið á markað

Svans­vottaðar íbúðir á leið á markað

236
0
Skjáskot af Mbl.is

Mik­il tæki­færi eru í ís­lensk­um bygg­ing­ariðnaði til að minnka kol­efn­is­fót­spor og gera iðnaðinn um­hverf­i­s­vænni. Þetta seg­ir Ólaf­ur Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Hús­heild­ar, en fyr­ir­tækið bygg­ir nú Svans­vottuð raðhús í Urriðaholti sem munu vera þau fyrstu á höfuðborg­ar­svæðinu sem fara á al­menn­an markað.

<>

Það er Um­hverf­is­stofn­un sem held­ur utan um Svans­vott­un­ar­ferlið á Íslandi en í því eru ekki ein­ung­is gerðar kröf­ur um að hús séu byggð með um­hverf­is­sjón­ar­mið í huga. Þar eru einnig gerðar ít­ar­leg­ar kröf­ur um loft­gæði, hljóðvist og orku­notk­un.

Hús­in sem eru alls sex­tán tals­ins eru staðsett í Urriðaholti í Garðabæ og eru teiknuð hjá Arkís. Ljós­mynd/​Aðsend

Hús­heild sér um fram­kvæmd­ina en hús­in eru reist und­ir merkj­um Vist­byggðar. Eitt það mik­il­væg­asta í að gera fram­kvæmd­ina um­hverf­i­s­væna er að nota inn­flutt­ar timb­urein­ing­ar í stað steyp­unn­ar.

„Hún er al­veg ofboðslega óum­hverf­i­s­væn og er í raun eitt af stóru vanda­mál­un­um í bygg­ing­ar­brans­an­um í dag,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að kol­efn­is­los­un vegna steypu­notk­un­ar sé mun meiri en frá bíla­flot­an­um.

Sem dæmi um hús sem eru byggð með sömu efn­um eru ný­leg­ar Foss­hót­el­bygg­ing­ar á Mý­vatni og við Jök­uls­ár­lón sem Ólaf­ur seg­ir að stand­ist vel ís­lensk­ar aðstæður.

Heimild: Mbl.is