Home Fréttir Í fréttum Kröflulína 3 ekki tilbúin fyrr en í vor

Kröflulína 3 ekki tilbúin fyrr en í vor

160
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Talsverðar tafir hafa orðið á framkvæmdum við Kröflulínu þrjú, nýja háspennulínu frá Kröflu austur í Fljótsdal, í kórónuveirufaraldrinum. Línan sem átti að vera tilbúin fyrir jól verður ekki tekin í notkun fyrr en í vor.

Framkvæmdir við Kröflulínu þrjú hófust sumarið 2019 en línuleiðin milli Kröfluvirkjunar og Fljótsdalsstöðvar er 122 kílómetrar. Línan kemur í stað gömlu byggðalínunnar milli Norður- og Austurlands.

<>

Gengið illa að flytja stál í möstrin til landsins

Vont veður tafði framkvæmdir síðasta vetur og nú hefur faraldurinn tafið þær enn frekar. „Það sem hefur tafið okkur í þessu verkefni er fyrst og fremst stálið í möstrin. Það hefur gengið illa að fá alla íhluti núna á haustmánuðum,” segir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs hjá Landsneti.

Verktakinn farinn heim til Bosníu

Það eru 328 möstur í línunni og á aðeins eftir að reisa tólf. Þá er búið að strengja leiðara, sjálfan vírinn í línunni, á um fjórðung leiðarinnar.

En þar sem stálið í möstrin skortir er verktakinn frá Bosníu, sem sér um þessa verkþætti, nú verkefnalaus og fer af landi brott í vikunni. „En er með tækin sín hér og þessháttar þannig að hann getur komið með skönnum fyrirvara þegar að aðstæður skapast aftur,“ segir Nils.

Spennu ekki hleypt á línuna fyrr en í vor

„Við ætluðum okkur náttúrulega að klára verkefnið og spennusetja línuna núna fyrir jólin,“ segir hann. „En það er ljóst að við náum því ekki, þannig að nú erum við að horfa bara á vorið. Það er svona tveggja mánaða vinna eftir og við áætlum að byrja þá bara aftur þegar aðstæður skapast eftir veturinn.”

Heimild: Ruv.is