Home Fréttir Í fréttum Krani féll á bygg­inu í Urriðaholti

Krani féll á bygg­inu í Urriðaholti

294
0
Krani féll þegar verk­tak­ar voru við vinnu í bygg­ing­unni. mbl.is/​SES

Bygg­ing­ar­krani féll á bygg­ingu Mosa­götu í Urriðaholti í Reykja­vík nú fyr­ir skömmu. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu er ný­lega komið á staðinn.

<>

Ekki hafa borist til­kynn­ing­ar um tjón á fólki og hvorki lög­regla né sjúkra­bíll hafa verið kölluð til.

Kran­innn ligg­ur við jörðu. mbl.is/​SES

Um er að ræða ný­bygg­ingu og eru eng­ir íbú­ar í hús­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu er óvitað hvað gerðist og voru slökkviliðsmenn boðaðir á staðinn að beiðni Vinnu­eft­ir­lits­ins.

Gaskút­ar eru á þaki bygg­ing­arn­ar og munu slökkviliðsmenn skoða aðstæður þess vegna.

Krani fall­inn í Mosa­götu í Urriðaholti. Ljós­mynd/​Aðsend

Sam­kvæmt vakt­manni slökkviliðsins hef­ur svona óhapp ekki verið á borði slökkviliðsins áður.

Heimild: Mbl.is