Home Fréttir Í fréttum Smáhýsi fyrir heimilslausa loksins reist á Akureyri

Smáhýsi fyrir heimilslausa loksins reist á Akureyri

212
0
Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Bygging á smáhýsum, ætluð heimilislausu fólki, á svæði smábátahafnarinnar í Sandgerðisbót gengur vel.
Stefnt er að því að taka húsin í gagnið í mars á næsta ári. Þetta er þriðja tilraunin á jafn mörgum árum til að byggja nýtt úrræði fyrir heimilislausa á Akureyri.

Vildi reisa húsin á iðnaðarsvæði

Veturinn 2017 var lóð á iðnaðarsvæði við Norðurtanga á Akureyri úthlutað undir smáhýsi fyrir heimilislausa. Þetta var hugsað sem tímabundin lausn.

<>

Hugmyndin var gagnrýnd og í fréttum RÚV sagði félagsfræðingur það andstætt þekkingu á þjónustu að jaðarsetja þennan hóp. Var því fallið frá þessari staðsetningu.

Stefnt er að því að taka húsin í gagnið í mars á næsta ári. Mynd: Óðinn Svan Óðinsson – RÚV

Vildu ekki óreglufólk í hverfið

Ári síðar  kynnti bærinn hugmyndir um að að setja niður þrjú smáhýsi í Hagahverfi, sunnan Naustahverfis. Heitar umræður sköpuðust um málið  á Facebook-síðu Naustahverfis.

Þar voru margir íbúar eru margir ósáttir og töldu að óreglufólk ætti ekki að vera innan um barnafjölskyldur. Þau mótmæli urðu til þess að sú ákvörðun var einnig dregin til baka.

Vongóður um að nú skapist sátt

Það vakti töluverða umræðu síðasta vetur þegar hús sem Akureyrarbær rak  búsetuúrræði í Sandgerðisbót sem brann.

Það hús hefur nú verið rifið. Og nú rísa nýju smáhýsin á þeim grunni. Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar er bjartsýnn á að sátt skapist nú um staðsetningu smáhýsanna.

„Ég held að það sé bara almenn sátt, við höfum ekki fundið fyrir öðru en að við byrjum hér. Þetta er kannski svolítið annars eðlis núna þegar smáhýsin eru reist fyrst og svo kemur íbúðahverfi á eftir, þannig að forsendurnar eru þekktar í staðinn fyrir að þessu sé snúið á hvolf.“

Heimild: Ruv.is