Home Fréttir Í fréttum Borhola gengur í endurnýjun lífdaga

Borhola gengur í endurnýjun lífdaga

131
0
Mynd: www.veitur.is
Endurborun stendur yfir á borholu Veitna við Bolholt 5 milli Kauphallarhússins og Valhallar.

Vegfarendur urðu varir við að strókar stóðu upp úr borholunni af og til í dag. Það segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúa Veitna að sé eðlilegt við verk sem þetta. Loka þurfti fyrir umferð á hluta Kringlumýrarbraut í dag.

<>

Holan hefur verið borgarbúum uppspretta heits vatns allt frá árinu 1963. Nú er verið að koma öflugri dælu í holuna og þannig ná upp meira magni af heitu vatni

Áfram verður unnið við borholuna á morgun frá klukkan tíu til nítján. Að sögn Ólafar Snæhólm  er holan ein sú gjöfulasta sem Veitur hafa á að skipa en hún gæti þjónað allt að fjögurþúsund manna byggðarlagi.
Heimild: Ruv.is