Home Fréttir Í fréttum Innanríkisráðherra gagnrýnir harðlega framkvæmd Vaðlaheiðarganga

Innanríkisráðherra gagnrýnir harðlega framkvæmd Vaðlaheiðarganga

244
0
Vaðlaheiðargöng

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir allt stefna í að kostnaðurinn vegna gerðar Vaðlaheiðarganga lendi alfarið á skattgreiðendum. Hún hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála.

<>

Framkvæmdin hefur tafist verulega vegna mikils vatnsmagns í göngunum og er kostnaður nú þegar farinn nokkuð fram úr áætlun. Tæknistjóri EuroRap sagði fyrr í vikunni að útilokað væri að göngin stæði undir sér og að best væri að hætta framkvæmdum alfarið nú þegar.

Ólöf var spurð út í málið í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hún lýsti yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.

”Við greiddum atkvæði, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gegn þessu öllu saman á síðasta kjörtímabili og ég gerði það. Vegna þess að við sögðum bara þá að þetta reikningsdæmi…tveir plús tveir verða aldrei fimm. Það er alveg sama hvernig þú reynir að reikna það afturábak eða áfram. Þannig að við höfum haft áhyggjur af þessu frá upphafi,“
sagði ráðherra og bætti við.

”Mér finnst gríðarlegt áhyggjuefni ef það á að fara í framkvæmdir – ég verð nú að segja að þetta er ekki í fyrsta og ég óttast að þetta sé ekki í síðasta sinn þar sem við förum í framkvæmd þar sem við vitum að þetta muni kosta meira eða vitum ekki hvað þetta muni kosta, en það er farið í þær engu að síður – og síðan kemur stór reikningur og hann endar bara á skattborgurum.“
Sagðst Ólöf ekki sjá fyrir sér hvernig þetta tiltekna dæmi verði með öðrum hætti.

Heimild: Eyjan.is