Home Fréttir Í fréttum WOW-húsið vík­ur fyr­ir stór­hýsi

WOW-húsið vík­ur fyr­ir stór­hýsi

290
0
Katrín­ar­tún 12. Húsið er málað í lit­um WOW-flug­fé­lags­ins sem var með höfuðstöðvarn­ar þar. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bygg­inga­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur heim­ilað niðurrif á þrem­ur hús­um á svo­nefnd­um Höfðatorgs­reit.

<>

Jafn­framt hef­ur lóðar­haf­inn, Höfðatorg ehf., lagt fram fyr­ir­spurn til borg­ar­inn­ar um hvort heim­ilað verði að byggja átta hæða at­vinnu­hús á lóðinni að niðurrifi loknu.

Höfðatorgs­reit­ur af­mark­ast af fjór­um göt­um: Borg­ar­túni, Katrín­ar­túni (hét áður Höfðatún), Bríet­ar­túni (áður Skúla­gata) og Þór­unn­ar­túni (áður Skúla­tún).

Á árum áður voru á þessu svæði versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki í eldri hús­um, sem urðu að víkja fyr­ir nýj­um bygg­ing­um.

Þarna risu í staðinn fimm stór­ar bygg­ing­ar. Tvær þær hæstu eru turn­inn á Höfðatorgi, 19 hæðir, og Foss­hót­el Reykja­vík, stærsta hót­el lands­ins, 16 hæðir. Þar eru 320 her­bergi.

Að auki eru á reitn­um tvær skrif­stofu­bygg­ing­ar og 12 hæða fjöl­býl­is­hús með 94 íbúðum. Í skrif­stofu­bygg­ing­un­um er að finna fjöl­breytta starf­semi, svo sem banka, land­lækni, þjóðkirkj­una og mörg svið Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hús­in þrjú, sem nú verða rif­in, eru þau síðustu af eldri hús­un­um á reitn­um sem enn standa. Þau eru í eigu Höfðatorgs ehf., að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is