Home Fréttir Í fréttum 01.12.2020 Húsnæði og lóð fyrir leikskóla – Markaðskönnun

01.12.2020 Húsnæði og lóð fyrir leikskóla – Markaðskönnun

168
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg óskar eftir að taka á leigu eitt eða fleiri húsnæði með aðliggjandi lóð með útileiksvæði fyrir starfsemi leikskóla.

<>

Um markaðskönnun er að ræða og felur hún ekki í sér loforð um viðskipti. Umsjónaraðili er Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar. 

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 10-15 ára, með mögulegri framlengingu, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um að leikskólinn verði staðsettur í hverfum 1-5, Vesturbæ að Reykjanesbraut, sbr. fylgiskjal 3. Það skal vera gott aðgengi fyrir alla þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi.

Húsrýmisþörf er áætluð um 600-1700 fermetrar (brúttó) og útileiksvæði 1200-8000 fermetrar.

Markaðskönnunargögn sem innihalda m.a. frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengileg, á vefslóðinni https://utbod@reykjavik.is frá kl. 15:00 föstudaginn, 30. október 2020.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og lóðar, skipulag húsnæðis og lóðar út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu.

Áætlað er að húsnæðið verði tekið í notkun haustið 2021 sem leikskóli.

Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 15038 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfi Reykjavíkurborgar og verða svör birt þar.

  • Fyrirspurnarfrestur rennur út 16. nóvember 2020 kl. 12:00
  • Svarfrestur er til og með 20. nóvember 2020 kl. 15:00.

Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en  1. desember 2020 kl. 10:00.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis
  • Tillöguteikningar s.s. grunnmynd og útlit í 1:200 og afstöðumynd í 1:500
  • Upplýsingar um lóðarstærð og hvernig aðgengi að húsnæði er frá lóð og útileiksvæði
  • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu
  • Leiguverð per/mog heildarleiguverð
  • Húsgjöld
  • Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag

Áskilinn er réttur til að óska eftir því við leigusala að hann leggi fram úttektarskýrslu, frá óháðum aðila, um almennt ástand húsnæðis t.a.m. að það sé laust við rakaskemmdir. Það skal gert áður en skrifað er undir leigusamning.